Lífið

Walter Mitty frumsýnd á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 3. janúar.

Eins og fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum undanfarnar vikur er fólgin gríðarleg landkynning í myndinni en hún var tekin upp víða um landið sumarið 2012 og gerist að stórum hluta hérlendis.

Að auki er úrval íslenskra leikara í leikaraliði kvikmyndarinnar, meðal annars leika þeir Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Ari Matthíasson og Þórhallur Sigurðsson nokkuð stór hlutverk. Ben Stiller fer með aðalhlutverkið í myndinni auk þess sem hann leikstýrir henni einnig.

Íslendingar koma einnig að tónlistinni í myndinni því lag íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men ómar undir í mjög áhrifamiklu atriði.

Kvikmyndin fjallar um Walter sem leikinn er af Ben Stiller sem vinnur í ljósmyndadeild tímaritsins Life í broslegri aðlögun einnar þekktustu smásögu James Thurber.

Walter er þannig gerður að honum er gersamlega ómögulegt að standa með sjálfum sér, svo hann flýr í heim draumóranna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.