Sport

Svekkjandi að vera dæmdur úr leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Gettyimages
„Þetta var virkilega svekkjandi, ég hafði ekki hugmynd hvað allir voru að segja því ég skil ekkert í tungumálinu,“ sagði Mark Lewis-Francis, spretthlaupari frá Bretlandi eftir að hafa verið dæmdur úr leik í dag.

Lewis-Francis var dæmdur úr leik fyrir þjófstart í undanúrslitum 60 metra hlaupi karla en mótastjórn leyfði honum þó að hlaupa í undanúrslitunum sem hann vann örugglega.

„Ég gerði mistök, ég var einbeittur við að undirbúa mig fyrir hlaupið og var ekki að hlusta þegar dómararnir voru að tala. Dómararnir leyfðu mér þó að hlaupa í undanúrslitunum svo þetta var ekki bara eintóm tímaeyðsla,“

„Ég hef verið hérna í tvo daga og beið spenntur eftir þessu, það er svekkjandi að fá ekki að taka þátt í úrslitunum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og tekið vel á móti mér hér á Íslandi og vonandi get ég komið aftur seinna til þessa fallega lands og tekið þátt í öðru hlaupi,“

Lewis-Francis var stærsta nafnið í 60 metra hlaupi karla og var því svekkjandi fyrir mótshaldara að hann skyldi hafa verið dæmdur úr leik áður en hlaupið byrjaði. Francis vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004.

„Það eru margir efnilegir hlauparar hér í dag og það var mikil pressa á mér í dag en því miður fór þetta svona,“ sagði Francis léttur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×