Handbolti

Ísland á tvo menn meðal þeirra fimm markahæstu á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Daníel
Ísland átti tvo af fimm markahæstu leikmönnum riðlakeppninnar á EM í handbolta en henni lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli. Milliriðill eitt fer síðan af stað á morgun og þá á Ísland leik á móti Austurríki.

Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson eru báðir meðal fimm markahæstu leikmanna mótsins til þessa.

Guðjón Valur er í 3. til 4. sæti ásamt Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi en þeir hafa báðir skorað 21 mark eða sjö mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur hefur bæði skorað færri mörk úr vítum og hann er einnig með betri skotnýtingu.

Aron Pálmarsson er í 5. sætinu ásamt Spánverjanum Victor Tomas en þeir hafa báðir skoraði 18 mörk eða sex mörk að meðaltali í leik. Aron hefur skorað öll mörk sín utan af velli en Tomas er með tvö marka sinna af vítapunktinum.

Ísland er eina þjóðin sem á tvo leikmenn inn á topp fimm en Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov er markahæstur með 27 mörk. Lazarov hefur fjögurra marka forskot á Tékkann Filip Jicha sem í 2. sæti tveimur mörkum á undan Guðjóni Val.

Markahæstu leikmenn í riðlakeppni EM 2014:

1. Kiril Lazarov, Makedóníu 27/14

2. Filip Jícha, Tékklandi 23/6

3. Siarhei Rutenka, Hvíta-Rússlandi 21/10

3. Guðjón Valur Sigurðssson, Íslandi 21/6

5. Aron Pálmarsson, Íslandi 18

5. Víctor Tomás, Spáni 18/2

7. Mikkel Hansen, Danmörku 17

7. Nikola Karabatić, Frakklandi 17

9. Joan Canellas, Spáni 16/6

9. Vasko Ševaljević, Svartfjallalandi 16/5

11. Máté Lékai, Ungverjalandi 15

11. Barys Pukhouski, Hvíta-Rússlandi 15/3

13. Ivan Cupic, Króatíu 14/7

13. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Íslandi 14

13. Pavel Horák, Tékklandi 14

13. Kristian Kjelling, Noregi 14

13. Andreas Nilsson, Svíþjóð 14

13. Roland Schlinger, Austurríki 14

13. Marko Simovic, Svartfjallalandi 14

20. Gábor Császár, Ungverjalandi 13/7

20. Domagoj Duvnjak, Króatíu 13

20. Kim Ekdahl du Rietz, Svíþjóð 13

20. Casper U. Mortensen, Danmörku 13




Fleiri fréttir

Sjá meira


×