Lífið

Beyonce í hönnun Ingvars Helgasonar

Jóhannes Stefánsson skrifar
Instagram/Getty
Hönnunarteymið Ostwald Helgason birti mynd af poppdrottningunni Beyonce á Instagram síðu sinni fyrr í kvöld. Ingvar Helgason skipar helming hönnunarteymisins en hinn helmingur teymisins er Susanne Ostwald.

Ljóst er að um gríðarmikla viðurkenningu er að ræða fyrir hið hálfíslenska hönnunarteymi, en Beyonce er ein frægasta söngkona heims um þessar mundir. Milljónir manna um heim allan fylgjast með hverju skrefi söngkonunnar og sem dæmi má nefna að rúmar níu milljónir fylgja henni á Instagram. Þá hefur hún selt hljómplötur um allan heim í milljónatali.

Hún gaf út sína fimmtu breiðskífu í desember á seinasta ári, öllum að óvörum.

Áður hefur sést til systur Beyonce, söngkonunnar Solange Knowles, í hönnun frá Ostwald Helgason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.