Lífið

Sigrún Ósk snýr aftur á skjáinn

Ellý Ármanns skrifar
vísir/valli
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir úr Íslandi í dag snýr aftur á skjáinn á næstunni eftir fæðingarorlof. „Litli kúturinn er orðinn 9 mánaða svo þetta var orðið ágætt í bili og ég hlakka mjög til þess að byrja að vinna aftur.“  

Reyndar segist Sigrún ekki ætla að snúa aftur í Ísland í dag heldur gera aðra þáttaröð af Neyðarlínunni, en sú fyrri var sýnd á Stöð 2 haustið 2012 og fékk tilnefningu til Edduverðlauna.

„Mig langaði að gera aðra þáttaröð bæði af því að sú fyrri féll í góðan jarðveg og af því að ég var með nokkur mál í vinnslu síðast sem ég náði ekki að koma að af ýmsum ástæðum. Svo er það einlæg von mín að þessir þættir geri gagn og hafi forvarnargildi. Ef allt gengur að óskum fara þættirnir í sýningu með vorinu, en í fyrri þáttaröðinni var meðal annars fjallað um hjartastopp, eldsvoða, sjóslys, björgun á fjöllum og barnsfæðingu í bíl.“ 

„Við erum að skoða allskonar mál og ef fólk er með ábendingar um efni sem gæti átt heima í þættinum má það gjarnan senda mér línu á sigrunosk@stod2.is,“ segir Sigrún þegar kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.