Lífið

Blótuðu á verðlaunahátíð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Sandra Bullock var valin besta leikkona í hasarmynd fyrir frammistöðu sína í Gravity á Critics' Choice-verðlaunahátíðinni í gær. Leikarinn Bradley Cooper tók við verðlaunum fyrir hönd leikaraliðs kvikmyndarinnar American Hustle sem þótti það besta.

Bæði Sandra og Bradley blótuðu í beinni en sjónvarpsstöðin CW brást vel við og setti bíp yfir blótsyrðin.

„Mig langar að þakka Jackie Chan, Sylvester Stallone, Jean-Claude Van Damme fyrir að kenna mér allt sem ég kann,“ grínaðist Sandra með áður en hún blótaði hressilega.

Stuttu síðar mætti Bradley á svið og kallaði meðleikara sína í American Hustle þessa „helvítis leikara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.