Lífið

Playboy-leikfélagi látinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Playboy-leikfélaginn Cassandra Lynn Hensley fannst látin á heimili vinar síns í Los Angeles á miðvikudag, aðeins 34 ára að aldri.

Lögreglan rannsakar málið og grunar að Cassandra hafi tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Vinur hennar hringdi á sjúkrabíl þegar hann fann hana fljótandi í baðkerinu en ekki náðist að lífga hana við.

Cassandra var fædd og uppalin í Salt Lake Valley í Utah og var ungfrú febrúar í tímaritinu Playboy árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.