Lífið

Kasólétt á frumsýningu

Ellý Ármanns skrifar
Kristín Lea og sonur hennar Jökull.
Kristín Lea og sonur hennar Jökull. myndir/eygló gísla
,,Ég á von á mér 31. maí næstkomandi. Það verður æðislegt fyrir Jökul son okkar að fá lítinn bróðir til að leika við. Við gætum ekki verið hamingjusamari," segir Kristín Lea Sigríðardóttir leikkona sem er gengin fimm mánuði á leið og er mjög hress að eigin sögn. 

,,Það verður nóg að gera í enda meðgögnunnar en nú bíð ég spennt eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Vonarstræti eftir Baldvin Z. Hún fjallar um þrjá einstaklinga sem allir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu," segir hún.

,,Þetta er fyrsta bíómyndin sem ég leik í og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna. Ég verð komin næstum níu mánuði á frumsýningunni um páskana svo það verður bara gaman. Ég er ekkert stressuð. Ég treysti Baldvin fullkomlega fyrir þessu enda snilldar leikstjóri sem gott er að treysta og umfram allt, góður vinur."


Kristín Lea gengur með sitt annað barn. Hún gengur með dreng sem er væntanlegur í heiminn í lok maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.