Lífið

Puttabraut sig á setti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hollywood-sjarmörinn Chris Pine er í viðtali í þætti Ellen DeGeneres sem fer í loftið í dag á NBC. Hann segir meðal annars frá óhappi sem hann lenti í við tökur á myndinni Jack Ryan: Shadow Recruit.

„Ég puttabraut mig í mjög hættulegu áhættuatriði. Ég elska að segja þetta. Það lætur mig líta út fyrir að vera svo mikill harðjaxl. Ég var að kýla annan mann en þegar maður er að leika þá kýlir maður ekki alvörunni heldur bara svo það líti út fyrir að maður sé að kýla. Þetta var langur dagur og fingurinn minn rakst í jakka hins mannsins. Það var mjög ókarlmannlegt ef það er orð. Og það er væntanlega til myndbrot af mér þar sem ég öskra og veina,“ segir Chris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.