„Pöpullinn hafði það ekki jafn gott og við“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 18:57 AmabAdamA Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira