Lífið

One Direction gefa út sjálfsævisögu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Strákarnir í sveitinni One Direction hafa staðfest að þeir ætli að gefa út sjálfsævisögu á þessu ári.

Drengirnir, sem eru í tíunda sæti á lista yfir söluhæstu strákabönd allra tíma, ætla að segja aðdáendum sínu frá öllu í þessari bók sem hefur enn ekki hlotið nafn.

Hljómsveitin lenti í þriðja sæti í sjöundu seríu breska X Factor árið 2010 og komst í kölfarið á samning hjá Simon Cowell. One Direction hefur slegið hvert metið á fætur öðru og eru meðal annars fyrsta bandið í sögu Billboard 200 sem hefur komið fyrstu þremur plötum sínum beint í fyrsta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.