Lífið

Á ekki einu sinni hárbursta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen landaði nýlega samning við Pantene-hárvörur og er sendiherra merkisins. Hún hefur unnið hjá fyrirtækinu í Brasilíu síðan árið 2007 en Gisele segist ekki spá mikið í útlitinu þegar hún er í fríi. Hún segist ekki einu sinni eiga hárbursta.

„Fólk greiðir á mér hárið allan daginn í minni vinnu og það síðasta sem mig langar að gera á frídeginum mínum er að greiða á mér hárið,“ segir Gisele í viðtali við PEOPLE. 

Gisele er gift NFL-leikmanninum Tom Brady og eiga þau saman tvö börn, Benjamin, fjögurra ára og Vivian, eins árs. Gisele segist hugsa vel um það sem hún setur ofan í sig.

„Ég hef ekki drukkið gosdrykki í tíu ár. Börnin mín borða það sem ég borða. Það fyrsta sem sonur minn smakkaði var papaya og avókadó. Hann elskar hvítlauk og við borðum mikinn hvítlauk heima. Jafnvel dóttir mín. Hún vill ekki borða neitt sem inniheldur ekki hvítlauk."

Hjónin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.