Lífið

Ragnar Kjartansson í tímariti Vogue

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ragnar Kjartansson, listamaður, var á dögunum í viðtali í desember útgáfu bandaríska Vogue. Í viðtalinu segist hann vilja breyta viðhorfi og upplifun fólks til listar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vougue tekur við hann viðtal en hann var einnig í ítalska Vogue í október á síðasta ári. Á myndunum sem fylgja viðtalinu klæðist Ragnar fötum frá íslenska fatamerkinu JÖR.

Í viðtalinu talar Ragnar um líf sitt - leikaralífið, listamannslífið og fjölskyldulífið. Hann segist hafa alist upp í leikhúsi og kallar leikhúsið musteri hégómans.

„Fornsögur Íslendinga segja okkur allt um uppruna okkar. Það eru engar gamlar byggingar, en við erum rík af sögum af fólki sem bjó hér fyrir þúsundum árum síðan. Sögurnar líkjast helst nútíma skáldskap. Þetta er engin ævintýrasaga og byggjast sögurnar á alvöru fólki og þeirra óförum í gegnum tíðina. Líkist helst sögu frá Hemingway.“

Í febrúar á síðasta ári setti hann upp listasýninguna The Visitors í Luhring Augustine safninu í New York og sló þar öll aðsóknarmet og var sýningin framlengd tvisvar. Á þeirri sýningu seldi hann öll sín verk fyrir rúmar 80 milljónir króna. Hægt er að skoða sýninguna þessa dagana í Kling & Bang gallerí við Hverfisgötu þar sem hún stendur til 9. febrúar. Ragnar var einnig tilnefndur til myndlistaverðlaunanna Artes Mundi í Bretlandi en þau eru ein þau virtustu á Bretlandseyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.