Lífið

Nýjasta æðið á netinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fólk tekur skrýtna áfengisdrykkju upp á myndband.
Fólk tekur skrýtna áfengisdrykkju upp á myndband.
Áströlsk ungmenni hafa tekið upp á nýrri iðju á netinu; Að taka myndbönd af sér við frumlega leið til þess að innbyrða áfengi. Iðjan er kölluð „Neknominate".

Í einu myndbandinu má sjá mann brjóta sér leið í gegnum loft á íbúð og ná sér í bjór. Í öðru má sjá mann opna bjór með keðjusög og að drykkju lokinni skjóta flöskuna með byssu.

Facebook-síða helguð þessu nýja æði hefur fengið frábærar undirtektir. Frá því að hún fór í loftið, þann 7. janúar hafa 178 þúsund manns líkað við síðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.