Lífið

Sundfatamódel í fimmtíu ár

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tímaritið Sports Illustrated fagnar nú fimmtíu ára afmæli sínu en tímaritið kemur út einu sinni á ári og sýnir það heitasta í baðfatatísku. 

Vísir kíkti á allar fimmtíu forsíðurnar og hvernig þær hafa þróast í gegnum tíðina.

Efri röð, frá vinstri: Babette March, 1964; Sue Peterson, 1965; Sunny Bippus, 1966; Marilyn Tindall, 1967; Turia Mau, 1968 Neðri röð, frá vinstri: Jamiee Becker, 1969; Cheryl Tiegs, 1970; Tannia Rubiano, 1971; Shelia Roscoe, 1972; Dayle Haddon, 1973
Í byrjun voru forsíðumyndirnar afslappaðri og svipuðu meira til svipmynda en stíliseraðra forsíðumynda. Þá voru forsíðustúlkurnar mun meira klæddar en gengur og gerist í dag.

Efri röð: Ann Simonton, 1974; Cheryl Tiegs, 1975; Yvette Sylvander and Yvonne Sylvander, 1976; Lena Kansbod, 1977; Maria Joao, 1978 Neðri röð: Christie Brinkley, 1979; Christie Brinkley, 1980; Christie Brinkley, 1981; Carol Alt, 1982; Cheryl Tiegs, 1983
Fyrirsætan Cheryl Tiegs var fyrsta fyrirsætan til að sitja oftar en einu sinni fyrir á forsíðunni. Christie Brinkley var sú fyrsta til að landa þremur forsíðum í röð.

Efri röð: Paulina Porizkova, 1984; Paulina Porizkova, 1985; Elle Macpherson, 1986; Elle Macpherson, 1987; Elle Macpherson, 1988 Neðri röð: Kathy Ireland, 1989; Judit Mascó, 1990; Ashley Richardson, 1991; Kathy Ireland, 1992; Vendela Kirsebom, 1993
Elle Macpherson hefur setið fyrir á fimm forsíðum, sem er met. Hún var önnur í röðinni til að landa þremur forsíðum í röð.

Efri röð: Kathy Ireland, Elle Macpherson og Rachel Hunter, 1994; Daniela Peštová, 1995; Valeria Mazza og Tyra Banks, 1996; Tyra Banks, 1997; Heidi Klum, 1998 Neðri röð: Rebecca Romijn, 1999; Daniela Peštová, 2000; Elsa Benítez, 2001; Yamila Diaz-Rahi, 2002; Petra Němcová, 2003
Tyra Banks var fyrsta blökkukonan til að komast á forsíðuna árið 1996. Á þessum tíma fækkuðu brosunum og fyrirsæturnar horfðu frekar munúðarfullt í myndavélina til að tæla lesandann.

Efri röð: Veronika Vařeková, 2004; Carolyn Murphy, 2005; Veronika Vařeková, Elle Macpherson, Rebecca Romijn, Rachel Hunter, Daniela Peštová, Elsa Benítez, Carolyn Murphy og Yamila Diaz-Rahi, 2006; Beyoncé Knowles, 2007; Marisa Miller, 2008 Neðri röð: Bar Refaeli, 2009; Brooklyn Decker, 2010; Irina Shayk, 2011; Kate Upton, 2012; Kate Upton, 2013
Í dag snúast tímaritin ekki mikið um baðföt og eru fyrirsæturnar oftar en ekki varla klæddar á forsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.