Lífið

Nýtt lag frá KSF

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson eru KSF.
Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson eru KSF.
Hljómsveitin KSF var stofnuð árið 2012 og meðlimirnir eru Friðrik Fannar Thorlacius og Sigurjón Viðar Friðriksson. Sveitin var stofnuð í nóvember árið 2012.

Þeir hafa endurhljóðblandað lög á borð við Ain‘t got Nobody með Sísý Ey og Retrogade með James Blake.

Þeir félagar fá þau Önnu Hlín og Ant Lew með sér í lið í laginu. Anna Hlín sló í gegn í Idolinu árið 2009 en hefur lengi unnið að tónlist. Ant Lew hefur lengi tengst íslensku rappi. Hann var meðal annars í sveitunum Faculty og AntLew Maximum. Hann var einnig þáttarstjórnandi á útvarpsstöðinni sálugu, Skratz 94,3. 

Hér að neðan má sjá myndbandið við þetta nýja lag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.