Lífið

Kántrísöngvari í meðferð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Trace Adkins.
Trace Adkins. Vísir/Getty
Kántrísöngvarinn Trace Adkins hefur barist við Bakkus í fjöldamörg ár og er nú farinn í meðferð eftir að hann lenti í ryskingum á skemmtiferðaskipi.

Trace var að skemmta á skipinu á leið til Jamaíka og lenti í rifrildi við mann sem var að herma eftir honum. Trace skráði sig í meðferð um leið og skipið lagði að bryggju.

„Trace er farinn í meðferð eftir bakslag í baráttu hans við áfengi. Við biðjum ykkur að virða einkalíf fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá blaðafulltrúa kántrístjörnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.