Lífið

Afmælisveisla Blue Ivy - MYNDIR

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Blue Ivy, dóttir tónlistarparsins Beyonce og Jay Z, varð tveggja ára 7. janúar og auðvitað var haldið upp á þennan merkisdag.

Parið leigði dýragarð í Miami til að halda veisluna og var boðið upp á andlitsmálningu fyrir gesti.

Í gær deildi Beyonce myndum af herlegheitunum en meðal gesta voru vinkonur hennar úr Destiny's Child, Michelle Williams og Kelly Rowland

Blue Ivy fékk meðal annars glænýjan Mínu Mús-bíl í afmælisgjöf og keyrði um allt á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.