Lífið

Jólagjafir Bretadrottningar

Ugla Egilsdóttir skrifar
Elísabet Bretadrottning.
Elísabet Bretadrottning. Mynd/AFP
Elísabet Bretadrottning fékk fjöldann allan af gjöfum frá þegnum sínum, erlendu tignarfólki, og frá góðgerðarsamtökum.

Meðal gjafanna voru strútsegg með mynd af konungsfjölskyldunni, garðdvergur og golfkylfur.

Hún fékk líka innrammaðar forsíðumyndir af 60 tölublöðum Radio Times frá BBC til að heiðra sextíu ár hennar á valdastóli.

Aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar fengu líka gjafir. Til dæmis fékk Anne prinsessa plaststyttu af engli og bók sem heitir Your Arms Remind Me of Pork Luncheon Meat.

Karlmenn í fjölskyldunni fengu mörg bindi.

Reglur kveða á um að þessar gjafir séu ekki eign viðtakandans, en hann hefur rétt til afnota af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.