Lífið

Ég vil ekki vera ein

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jennifer og Casper.
Jennifer og Casper. Vísir/Getty
Söngkonan Jennifer Lopez er búin að vera að deita dansarann Casper Smart í tvö ár en hún skildi við eiginmann sinn til sjö ára, Marc Anthony, sumarið 2011. Hún segir það ár hafa verið þýðingarmikið fyrir sig en þau Marc eiga tvíburana Max og Emme saman sem eru fimm ára.

„Það var ár umbreytinganna hjá mér á svo marga vegu. Ég var nýskilin og ég fór á tónleikaferðalag með börnin. Og ég sagði skilið við Idol. Allt öryggi mitt var farið og ég var að gera eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður,“ segir Jennifer.

Jennifer hafði verið gift tvisvar áður en hún gekk í það heilaga með Marc. Hún skildi við Ojani Noa í janúar árið 1998 eftir eins árs hjónaband og giftist dansaranum Cris Judd árið 2001. Þau skildu árið 2003. Í kjölfarið deitaði hún Ben Affleck í tvö ár.

„Ég er ein af þessum manneskjum sem vill ekki vera ein. Ég skammast mín ekki fyrir að segja það núna. Ég held að við verðum að gangast við því hver við erum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.