Lífið

Drap Brian til að sýna að allt gæti gerst

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Seth MacFarlane, guðfaðir sjónvarpsþáttarins Family Guy, segist hafa drepið drykkfellda hundinn Brian í þáttunum til að sýna að allt gæti gerst.

„Það minnti fólk á að þetta er enn þáttur þar sem allt getur gerst þó hann hafi verið í loftinu í dágóðan tíma,“ segir Seth. Aðdáendur þáttanna voru ekki paránægðir þegar hvuttinn var drepinn.

„Það kom okkur skemmtilega á óvart að fólki þótti nógu vænt um karakterinn til að vera reitt. Við héldum að þetta myndi vekja upp örlítinn usla en við bjuggumst ekki við þessari reiði,“ bætir Seth við.

Hvíl í friði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.