Lífið

Martin Scorsese ræður Adam Driver

Adam Driver
Adam Driver AFP/NordicPhotos
Adam Driver er nýjasta viðbótin við leikarateymi næstu kvikmyndar Martins Scorsese.

Myndin, sem heitir Silence, skartar Andrew Garfield og Ken Watanabe í aðalhlutverkum, og er um portúgalskan trúboða í Japan á sautjándu öld.

Scorsese hyggst hefja tökur næsta sumar.

Það er með ólíkindum að á þeim stutta tíma síðan þáttaröðin Girls var frumsýnd, sem var fyrsta stóra hlutverk Adams Driver, hefur hann leikið í kvikmyndum leikstjóra á borð við Steven Spielberg, Noam Baumbach, Coen-bræðra og nú Scorsese.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.