Lífið

Ríflega fimmtungur netnotenda velur netið fram yfir kynlíf

Kolbrún Björnsdóttir skrifar
Veist þú hversu miklum tíma þú verð á netinu? Í næsta þætti Kollu er fjallað um netfíkn, fíkn sem fæstir vita mikið um. Og það er að mörgu að huga.

Hver eru mörkin þegar við tölum um netfíkla? Hverjir ánetjast netinu og hverjar eru afleiðingarnar? Eins og gefur að skilja er heldur ekki auðvelt að kljást við fíkn sem erfitt er að sniðganga, enda eru fjölmörg tæki sem við notum nettengd.

Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, er einn gesta þáttarins. Segja má að netfíknin sé hans sérsvið þar sem hann hefur sérhæft sig í þeirri fíkn undanfarin átta ár.

Eyjólfur er líka uppfullur af alls kyns áhugaverðum tölulegum upplýsingum sem varða netnotkun. Eftir upptöku á þættinum fengum við hann til að telja nokkrar þær upp eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.