Lífið

Lokkandi í leðri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez leit glæsilega út í leðurkjól frá Ermano Scervino er hún heimsótti spjallþátt Jay Leno í gær. Við kjólinn var hún í hælum frá meistara Jimmy Choo.

Jennifer sló á létta strengi í þættinum og talaði meðal annars um fyrsta skiptið sem hún kom í þáttinn til að kynna kvikmyndina Selenu á tíunda áratugnum.

„Alltaf gaman að heimsækja Jay Leno!!! #TonightShow #samastelpan,“ skrifaði Jennifer á Twitter-síðu sína þegar hún kom heim eftir langan dag.

Jennifer eyddi fyrripart dagsins með Keith Urban og Harry Connick, Jr. að kynna nýjustu seríu af American Idol og því nóg að gera hjá þessum þúsundþjalasmið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.