Lífið

Kanye West brjálaður fyrir hönd kærustunnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Það fauk í rapparann Kanye West á dögunum þegar átján ára gamall piltur fór ófögrum orðum um unnustu hans, raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian. Voru orðin hlaðin af kynþáttafordómum.

Atvikið átti sér stað í byggingu í Beverly Hills þar sem parið var að fara á fund. Kallaði pilturinn Kim meðal annars negraelskhuga og þá ákvað Kanye að skerast í leikinn. Hann elti piltinn, hellti sér yfir hann og kýldi hann í handlegginn. Lögreglan var kölluð á svæðið en óljóst er hvort einhver verði kærður vegna atviksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.