Lífið

Hætt á Nýju lífi

Þóra Tómadóttir er hætt sem ritstjóri tískutímaritsins Nýs lífs en hún tók við ritstjórn blaðsins árið 2011 af Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur.

Hvorki Þóra né Karl Steinar Óskarsson, framkvæmdastjóri Birtíngs, útgáfufélagsins sem gefur út tímaritið, vildu tjá sig um málið við Vísi. 

Óljóst er hvað tekur við hjá Þóru en hún hefur gríðarlega reynslu af fjölmiðlum. Áður en hún tók við ritstjórn Nýs lífs vann hún meðal annars sem dagskrárgerðarmaður á RÚV og blaðamaður á Fréttatímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.