Lífið

Ekki lengur tileygð

Ugla Egilsdóttir skrifar
Lafði Louise Windsor.
Lafði Louise Windsor.
Lafði Louise, yngsta sonardóttir Elísabetar Bretadrottningar, gekkst undir augnskurðaðgerð á dögunum, sem læknar eru vongóðir um að hafi heppnast.

Lafði Louise hefur verið tileyg frá fæðingu og meiningin var að leiðrétta lata augað svo augun væru samstillt.

Það virðist hafa gengið, og þegar konungsfjölskyldan fór í kirkju á jóladag tóku margir eftir breytingunni.

Augun á lafði Louise voru fyrst skorin upp þegar hún var tveggja ára. Aðgerðin virtist fyrst hafa gengið, en svo reyndist ekki vera.

Louise er dóttir Prinsins Edward og konu hans, Sophie, sem er greifynja af Wessex. Louise var ein af brúðarmeyjunum í brúðkaupi Kate Middleton og Williams Bretaprins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.