Lífið

Þetta er blessun - sjöunda barnið á leiðinni

Ellý Ármanns skrifar
Börn Óskar eru á aldrinum 2 - 16 ára.
Börn Óskar eru á aldrinum 2 - 16 ára. myndir/einkasafn
„Ég er gengin þrjá mánuði á leið. Heilsan er rosa fín. Mér líður svo vel þegar ég er ólétt. Það eru einhverjir töfrar sem gerast,“ segir Ósk Norðfjörð, 35 ára, sem á von á sínu sjöunda barni en hún á eitt barn, Baldur Elías sem verður tveggja ára í júlí með eiginmanni sínum Sveini Elíasi Elíassyni sem er 11 árum yngri en hún.

Ósk og Sveinn við altarið.



Lúxusvandamál með þvottinn



Ertu að vinna á meðgöngunni? 

„Nei, núna er ég bara með krakkana. Við erum að gera upp húsið og það er nóg að gera. Erfiðast finnst mér er þvotturinn, það er það sem er mesta málið en það er algjört lúxusvandamál. Maður er bara heppinn að vera með þvottavél og þurrkara,“ segir Ósk.

Hvernig tóku börnin fréttunum að sjöunda barnið væri á leiðinni? 

„Þau voru rosa glöð og Svenni náttúrulega alveg í skýjunum. Hann er svo duglegur þessi elska. Hann er svo virkur að draga þau á sleða, koma þeim í frjálsar og hugsa um þau. Hann elskar þetta hlutverk og það er ekki sjálfsagt. Hann er eins og klettur.

Tekur þessu ekki sem sjálfsögðum hlut

Ertu að hreyfa þig eitthvað á meðgöngunni?

„Já World Class er búið að bjarga mér. Ég er með þau þar til þau fara til dagmömmu en ég fer alla virka daga aðeins að hreyfa mig. Baldur Elías er í barnagælsunni á meðan. Hann er mjög ánægður þar.  Þetta er algjör blessun. Ég tek þessu ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir þessi duglega mamma að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.