Lífið

Hlustaðu á nýtt lag frá Rihönnu og Shakiru

Shakira gaf út nýja lagið Can't Remember to Forget You í samvinnu við tónlistarkonuna Rihönnu í útvarpsþætti Ryans Seacrest á mánudaginn.

„Að vinna með Rihönnu var himneskt,“ sagði Shakira í viðtali við glanstímaritið Glamour um samstarfið. 

„Hún er kynþokkafyllsta kona á plánetunni,“ sagði Shakira jafnframt.

Lagið er fyrsta lagið af nýrri breiðskífu Shakiru sem er væntanleg seinna á þessu ári.

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.