Leikkonan Paula Patton klæddist íburðarmiklum kjól frá Stephane Rolland Couture á Golden Globe-hátíðinni sem fór fram í nótt í Los Angeles. Við hann var hún í hælum frá Charlotte Olympia og með tösku frá Saint Laurent.
Paula fékk að afhenda verðlaun fyrir besta leikara í dramaseríu og fyrir bestu dramaseríu en athygli vakti að hún gat varla gengið í kjólnum sem hún valdi fyrir kvöldið.