Skattleysismörk lækkuðu greiðslur MP banka um 78 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2014 22:21 Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira