Handbolti

Meiðsli Arons ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í baráttunni í dag.
Aron í baráttunni í dag. Mynd/Daníel
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg.

Aron meiddist strax í upphafi leiks en náði þó að skora tvívegis í fimm marka sigri Íslands, 31-26.

„Þetta var ekkert svo alvarlegt,“ sagði Aron í viðtali við Rúv eftir leik. „Hann sneri sig á ökkla og hefði getað komið inn á í seinni hálfleik. En það var ákveðið að fórna ekki ökklanum.“

Aron var ánægður með frábæran varnarleik í fyrri hálfleik. „Við vorum vel stilltir og Björgvin góður í markinu. Við refsuðum í hraðaupphlaupunum sem var gott.“

„Þetta var hörkugóð byrjun en það er ekki víst að einn sigur dugi til að komast í milliriðla. Nú eru Ungverjar næstir og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik. Við viljum fara með stig í milliriðlana og er það næst á dagskrá hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×