Innlent

Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þyrla Gæslunnar hefur sinnt mörgum útköllum um helgina.
Þyrla Gæslunnar hefur sinnt mörgum útköllum um helgina. mynd/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. Tveir bílar skullu saman í Norðurárdal við Fornahvamm og slösuðust tveir alvarlega. Nokkrum mínútum áður en þyrlan var kölluð út hafði hún sótt veikan skipverja út á sjó suður með Reykjanesi og flutt hann á Landspítalann í Fossvogi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi komu bílarnir úr gagnstæðum áttum og annar þeirra, fólksbíll, rann til og hafnaði framan á litlum flutningabíl sem kom úr norðurátt. Lögregla staðfestir að tveir hafi slasast alvarlega en gat ekki staðfest hvort báðir hafi verið fluttir suður með þyrlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×