Lífið

Stephen Baldwin greiðir skattaskuld

Ugla Egilsdóttir skrifar
Stephen Baldwin lék í myndinni The Usual Suspects, og á þrjá bræður sem eru líka leikarar.
Stephen Baldwin lék í myndinni The Usual Suspects, og á þrjá bræður sem eru líka leikarar.
Lögfræðingur leikarans Stephen Baldwin segir að hann hafi í þriðja sinn greitt um tólf milljónir talið í íslenskum krónum inn á skuld sína við bandarísk skattayfirvöld.

Þá hefur hann samtals greitt um 36 milljónir af þeim 48 milljónum sem hann skuldar.

Hann viðurkenndi í mars í fyrra að hafa ekki greitt skatt fyrir tekjur sínar árin 2008, 2009 og 2010. Hann greiddi tólf milljónir inn á skuldina áður en hann viðurkenndi sektina fyrir dómi.

Hann greiddi aðrar tólf í október síðastliðnum. Ef hann borgar upp alla skuldina fyrir 11. apríl sleppur hann við frekari refsingu, annars fær hann skilorðsbundinn dóm í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.