Sjóræningjaútgáfa af Walter Mitty rakin til Óskarskynnis Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2014 16:32 The Secret Life of Walter Mitty var tekin að stórum hluta hér á landi. mynd/getty Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira