Lífið

Hollt og gott mataræði er það sem skiptir máli

Ellý Ármanns skrifar
Guðrún Jóna.
Guðrún Jóna. myndir/einkasafn
Guðrún Jóna Stefánsdóttir fimleikakennari og nemi í mannfræði og fjölmiðlafræði er meðvituð um hvað holl fæða er mikilvæg. Við spurðum Guðrúnu hvernig hún hugar að heilsunni.

Fimm máltíðir á dag

,,Ég legg upp úr því að vera dugleg að borða hollt og mikið af grænmeti. Ég er ein af þeim sem get gleymt því að borða næstum yfir allan daginn svo ég hef sett mér það markmið að borða reglulega. Helst fimm máltíðir á dag.

Í morgumat fæ ég mér yfirleitt hafragraut, svo reyni ég að fá mér ávöxt í millimál. Ef ég ,,tríta" mig vel fer ég uppáhaldaveitingastaðinn minn í hádeginu en það er Gló.

Í millimál fæ ég mér oft hnetur og rúsínur og svo fæ ég mér það sem er hverju sinni í kvöldmat á heimilinu. En það sem mér finnst skipta máli er að að fá sem fjölbreyttustu fæðuna og allt í hófi en ég er lítið fyrir öfgar sama hvað á við. En hollt og gott mataræði er það sem skiptir miklu máli ef þú ætlar að halda góðri andlegri og líkamlegri heilsu," segir Guðrún Jóna.

Guðrún og dóttir hennar Linda.

Dugleg að mæta í laugarnar

,,Ég fer í sund líklega 4-6 sinnum í viku allt árið en í ár ætla ég að kaupa mér sundgleraugu og byrja að synda öðru hverju. Ég er að þjálfa fimleika tvisvar í viku í fimleikadeild Gróttu og þar reyni ég að vera dugleg að hreyfa mig með litlu stelpunum mínun en annars ætla ég að halda áfram að stunda mína líkamsrækt en ég hef verið í Yoga síðustu fjögur ár. Mitt markmið er að vera en duglegri þetta árið."

Settir þú þér einhver áramótaheit? ,,Áramótaheitið mitt í ár er að hugsa inn á við, rækta andlegu hliðina -  mig langar til að byrja í hugleiðslu. Það sem ég þakka fyrir hver áramót er að hafa allt fólkið mitt enþá hjá mér nær fullri heilsu. Það er það sem mér finnst skipta öllu máli. Og ég er viss um það, að ef ég sjálf er í góðu andlegu jafnvægi þá er líkamlegt ástand ekki verra," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.