Mislæg á Miklubraut yrðu mögulega á kostnað gangandi og hjólandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2014 19:00 Mislæg gatnamót á Miklubraut myndu auka umferðarhraða og gætu gert gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki erfitt fyrir, að mati prófessors í samgönguverkfræði. Við höfum fjallað síðustu tvö kvöld um umferðarteppu á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tölfræði Samgöngustofu um slys og óhöpp. Sjá Miklubraut I hér og Miklubraut II hér. Þau þrenn gatnamót þar sem flest umferðaróhöpp og slys verða á Íslandi eru öll við Miklubraut samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. Kostnaður vegna umferðaróhappa hefur undanfarin ár verið hæstur á þessum reit, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 85 þúsund bílar fara þarna á sólarhring, enda er Miklabraut fjölfarnasta gata borgarinnar. Af myndefninu sem við höfum sýnt síðustu kvöld má m.a. draga tvenns konar ályktanir. Annað hvort eru samgöngumannvirki við gatnamótin á þolmörkum og þörf er á endurbótum eins og að setja Miklubraut í stokk eða mislægum gatnamótum. Eða að margir ökumenn í Reykjavík kunna ekki umferðarreglurnar eða kjósa að virða þær að vettugi. Samkvæmt umferðarlögum eiga ökumenn að bíða þótt þeir séu á grænu ljósi ef fyrirséð er að flöskuháls sé á gatnamótunum sjálfum. Þetta kemur fram í 7. mgr. 25. gr. umferðarlaga, en þar segir: „ökumaður (má) eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt." Ökumenn eiga ekki að aka af stað þótt þeir séu á grænu við þessar aðstæður. Afhjúpandi fyrir hegðun fólks í umferðinni Guðmundur Freyr Úlfarsson prófessor í samgönguverkfræði við Háskóla Íslands segir að myndefni Stöðvar 2 hafi verið afhjúpandi fyrir hegðun fólks í umferðinni. Hann segir erfitt að vinda ofan þróuninni en hægt að sé að leysa umferðarþungann á Miklubraut, þessari fjölförnustu götu Íslands, með þéttingu byggðar. „Það yrði margra ára verkefni að vinda ofan af þessari þróun. Núna býr fólk í stórum og miklum kraga í útjaðri höfuðborgarinnar en mjög mikið af vinnunni er síðan vestan við Kringlumýrarbraut. Svo búum við á nesi og það er alltaf landfræðilegur flöskuháls útaf fyrir sig. Þannig að það verður ekki svo auðvelt að vinda ofan af því. Hins vegar er hægt að hafa mikil áhrif á það. Eins og að þétta byggðina nær atvinnu,“ segir Guðmundur. Erfitt er að vinda ofan af áratuga þróun eins og prófessorinn nefnir en stór hluti fólks vinnur og sækir þjónustu í Reykjavík en býr í úthverfum. Kostnaður vegna mislægra þriggja hæða gatnamóta á staðnum eins og þeirra sem voru teiknuð fyrir vegagerðina árið 2008 myndi kosta 11 milljarða króna samkvæmt framreiknaðri byggingarvísitölu. ( Sjá myndskeið með frétt.) Í teikningunum er gert ráð fyrir sérstökum akreinum gegnum göng fyrir gangandi vegfarendur og hjólandi. Á kostnað hjólandi og gangandiMyndu mislæg gatnamót leysa einhvern vanda? „Þau myndu breyta umferðinni þannig að það kæmust fleiri bílar í gegn en hraðinn myndi aukast þannig að það er ekki víst að gatnamótin yrðu endilega öruggari fyrir hjólandi eða gangandi vegfarendur. Það er hugsanlega hægt að ná fram takmarkinu að draga úr umferðarteppu á annan hátt. Til dæmis með þéttingu byggðar.“ Guðmundur Freyr segist velta því fyrir sér hvort það myndi borga sig að byggja mislæg gatnamót á þessum stað. „Það er spurning í raun hvort það borgar sig. Álagstoppurinn okkar er enn lítill. Við erum kannski ekki vön þessu á Íslandi og okkur finnst þetta gríðarlega mikið en í öðrum borgum er fólk kannski að eiga við tvo, þrjá, fjóra fimm tíma þar sem umferðin er eins og hún er hér á verstu 15 mínútunum."ÞÞViltu blanda þér í umræðuna á Twitter? Umræðutáknið fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 er #St2frettir og #Miklabraut fyrir fréttaröð Stöðvar 2 um Miklubraut. Tengdar fréttir Frumskógarlögmál ræður ríkjum á gatnamótum Miklabraut er fjölfarnasta og um leið hættulegasta gatan í Reykjavík samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. 27. janúar 2014 21:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mislæg gatnamót á Miklubraut myndu auka umferðarhraða og gætu gert gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki erfitt fyrir, að mati prófessors í samgönguverkfræði. Við höfum fjallað síðustu tvö kvöld um umferðarteppu á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tölfræði Samgöngustofu um slys og óhöpp. Sjá Miklubraut I hér og Miklubraut II hér. Þau þrenn gatnamót þar sem flest umferðaróhöpp og slys verða á Íslandi eru öll við Miklubraut samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. Kostnaður vegna umferðaróhappa hefur undanfarin ár verið hæstur á þessum reit, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 85 þúsund bílar fara þarna á sólarhring, enda er Miklabraut fjölfarnasta gata borgarinnar. Af myndefninu sem við höfum sýnt síðustu kvöld má m.a. draga tvenns konar ályktanir. Annað hvort eru samgöngumannvirki við gatnamótin á þolmörkum og þörf er á endurbótum eins og að setja Miklubraut í stokk eða mislægum gatnamótum. Eða að margir ökumenn í Reykjavík kunna ekki umferðarreglurnar eða kjósa að virða þær að vettugi. Samkvæmt umferðarlögum eiga ökumenn að bíða þótt þeir séu á grænu ljósi ef fyrirséð er að flöskuháls sé á gatnamótunum sjálfum. Þetta kemur fram í 7. mgr. 25. gr. umferðarlaga, en þar segir: „ökumaður (má) eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt." Ökumenn eiga ekki að aka af stað þótt þeir séu á grænu við þessar aðstæður. Afhjúpandi fyrir hegðun fólks í umferðinni Guðmundur Freyr Úlfarsson prófessor í samgönguverkfræði við Háskóla Íslands segir að myndefni Stöðvar 2 hafi verið afhjúpandi fyrir hegðun fólks í umferðinni. Hann segir erfitt að vinda ofan þróuninni en hægt að sé að leysa umferðarþungann á Miklubraut, þessari fjölförnustu götu Íslands, með þéttingu byggðar. „Það yrði margra ára verkefni að vinda ofan af þessari þróun. Núna býr fólk í stórum og miklum kraga í útjaðri höfuðborgarinnar en mjög mikið af vinnunni er síðan vestan við Kringlumýrarbraut. Svo búum við á nesi og það er alltaf landfræðilegur flöskuháls útaf fyrir sig. Þannig að það verður ekki svo auðvelt að vinda ofan af því. Hins vegar er hægt að hafa mikil áhrif á það. Eins og að þétta byggðina nær atvinnu,“ segir Guðmundur. Erfitt er að vinda ofan af áratuga þróun eins og prófessorinn nefnir en stór hluti fólks vinnur og sækir þjónustu í Reykjavík en býr í úthverfum. Kostnaður vegna mislægra þriggja hæða gatnamóta á staðnum eins og þeirra sem voru teiknuð fyrir vegagerðina árið 2008 myndi kosta 11 milljarða króna samkvæmt framreiknaðri byggingarvísitölu. ( Sjá myndskeið með frétt.) Í teikningunum er gert ráð fyrir sérstökum akreinum gegnum göng fyrir gangandi vegfarendur og hjólandi. Á kostnað hjólandi og gangandiMyndu mislæg gatnamót leysa einhvern vanda? „Þau myndu breyta umferðinni þannig að það kæmust fleiri bílar í gegn en hraðinn myndi aukast þannig að það er ekki víst að gatnamótin yrðu endilega öruggari fyrir hjólandi eða gangandi vegfarendur. Það er hugsanlega hægt að ná fram takmarkinu að draga úr umferðarteppu á annan hátt. Til dæmis með þéttingu byggðar.“ Guðmundur Freyr segist velta því fyrir sér hvort það myndi borga sig að byggja mislæg gatnamót á þessum stað. „Það er spurning í raun hvort það borgar sig. Álagstoppurinn okkar er enn lítill. Við erum kannski ekki vön þessu á Íslandi og okkur finnst þetta gríðarlega mikið en í öðrum borgum er fólk kannski að eiga við tvo, þrjá, fjóra fimm tíma þar sem umferðin er eins og hún er hér á verstu 15 mínútunum."ÞÞViltu blanda þér í umræðuna á Twitter? Umræðutáknið fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 er #St2frettir og #Miklabraut fyrir fréttaröð Stöðvar 2 um Miklubraut.
Tengdar fréttir Frumskógarlögmál ræður ríkjum á gatnamótum Miklabraut er fjölfarnasta og um leið hættulegasta gatan í Reykjavík samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. 27. janúar 2014 21:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Frumskógarlögmál ræður ríkjum á gatnamótum Miklabraut er fjölfarnasta og um leið hættulegasta gatan í Reykjavík samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. 27. janúar 2014 21:17