Lífið

Emmy-hátíðin haldin á mánudegi

Frá hátíðinni í fyrra
Frá hátíðinni í fyrra AFP/NordicPhotos
NBC tilkynnti í dag að Emmy-verðlaunahátíðin, sem er haldin í 66. sinn í ár, verði ekki haldin á sunnudegi eins og venjan er, heldur á mánudegi og ekki í september, eins og venjan er heldur í ágúst.

Ástæða þess er að NBC sýnir einnig Sunday Night Football og vildi ekki að verðlaunahátíðin skyggði á ameríska fótboltann í NFL-deildinni, en það sama var gert árin 2006 og 2010. Að þessum tveimur árum undanskildnum hafa hátíðirnar annars verið haldnar í september, alveg frá árinu 2002.

Þannig verður verðlaunahátíðin haldin og sýnd í sjónvarpi mánudaginn, 25. ágúst, 2014.

Í tilkynningunni kom ekki fram hver verður kynnir hátíðarinnar í ár, en í fyrra var það How I Met Your Mother-stjarnan, Neil Patrick Harris.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.