Tónlist

Ásgeir Trausti selur vel á iTunes

Plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, sem heitir In the Silence, hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og er salan eftir því eins og sjá má á sölulistum efnisveitunnar iTunes. 

Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni. Þá hefur Ásgeir einnig átt góðu gengi að fagna í Japan, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en In the Silence er í öðru sæti á japanska listanum.

Athygli vekur að Íslendingar eiga tvo fulltrúa á japanska listanum, en plata Sigur Rósar, Kveikur, er þar í sjötta sæti.

Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins.

Í næsta mánuði fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.