Lífið

Hann fylgist með öllu sem ég geri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Glee-stjarnan Lea Michele opnar sig um lífið án Cory Monteith í viðtali við Teen Vogue en hann lést fyrir hálfu ári, aðeins 31 árs að aldri. Lea gefur bráðum út plötuna Louder þar sem hún minnist Cory og þeirrar eldheitu ástar sem var þeirra á milli.

„Mér fannst ég vera að svala þeirri þörf að vera listakona þegar ég var í Glee. Ég var á frábærum stað í lífinu og var ótrúlega hamingjusöm. Samband mitt með Cory lét mér líða eins og ég gæti teygt mig í stjörnurnar og lengra. Ég ákvað því að ögra mér að gefa út þessa plötu núna,“ segir Lea. Hún segir Cory hafa haft mikla trú á sér sem tónlistarkonu.

Er sterkari sem aldrei fyrr.
„Hann hlustaði á öll lögin og gaf mér ábendingar. Burn With You var hans uppáhalds. Hann var í hljóðverinu þegar það var tekið upp.“

Cory lést í júlí í fyrra úr of stórum skammti af vímuefnum á hóteli í Vancouver. Það tók á en Lea segist finna mikið fyrir honum enn þá.

„Mér finnst að þessi brjálaða ást sem við Cory fundum til hvors annars hafi breyst í styrkinn sem ég bý yfir núna. Ég veit að hann fylgist með öllu sem ég geri og mér finnst ég þurfa að gera það sem ég geri fyrir okkur bæði.“

Lea og Cory.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.