Sport

Aðstaðan kemur í veg fyrir skráðan árangur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
ÍR-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir og kollegar í íslensku frjálsíþróttalífi verða fjarri góðu gamni í Finnlandi.
ÍR-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir og kollegar í íslensku frjálsíþróttalífi verða fjarri góðu gamni í Finnlandi. Vísir/Stefán
Enginn íslenskur keppendi tekur þátt í Norðurlandamótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Finnlandi í febrúar.

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands hefur ákveðið að senda engan fulltrúa á mótið sem fram fer í Tempere þann 8. febrúar. Ástæðan er sú að mótið fer fram á 300 metra flatri braut og því yrði allur árangur sem næðist í hlaupagreinum lengri en 60 metrar ólöglegur.

Þétt dagskrá hefur verið hjá íslensku frjálsíþróttafólki undanfarnar vikur. Tvær liðnar helgar hefur verið keppt á Stórmóti ÍR og Reykjavíkurleikunum og núna um helgina fer Meistaramót Íslands innanhúss fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×