Lífið

Mountain Dew tennur

Appalachia er svæðið suður af New York og niður til Alabama. Á þessu svæði er komið upp stórt vandamál sem kallað er á ensku “Mountain Dew mouth“.

Skemmdir, tannsteinn og tennur sem eru rotnar - en það er það sem gerist þegar ekki er hugsað um þær og mikið innbyrt af sykri og drykkjum með háu sýrustigi eins og gosdrykkjum og sportdrykkjum.



Á svæði Appalachia er þetta vandamál sem vex með hverjum degi. Öll þessi vandamál má rekja beint til drykkjarins Mountain Dew.

Mountain Dew er drykkur sem er hluti af menningu Appalachia. Áður en PepsiCo keypti Mountain Dew að þá var það framleitt á þessu svæði, nánar tiltekið í Tennessee sem er kallað hjarta Appalachia.

Mountain Dew eins og svo margir aðrir gosdrykkir er afar hátt í sykri og koffeini og virðist vera mjög ávanabindandi. Íbúar á þessu áður nefnda svæði sjást iðulega með flösku eða dós í hönd og drekka Mountain Dew allan daginn.

Gosdrykkir og aðrir sykraðir drykkir orsaka skemmdir í tönnum því sýruhlutfallið í þessum drykkjum er afar hátt. Ekki bara að þeir orsaki skemmdir heldur lækka þessir drykkir Ph gildið í munninum sem gerir það að verkum að bakteríur ná að grassera.



Pistilinn í heild sinni má lesa á vef Heilsutorgs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.