Lífið

Krabbameinssjúkur faðir gefur dóttur sinni góð ráð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Garth Callaghan, 44 ára, hefur greinst með krabbamein þrisvar á síðustu tveimur árum. Hann er nú laus við meinið en líkurnar á að hann lifi næstu fimm árin eru samt sem áður aðeins átta prósent.

Hann ætlar að sjá til þess að gefa dóttur sinni, Emmu, eins mikið af ráðleggingum og hægt er eftir dauðdaga sinn. Hann hefur skrifað orðsendingar á servíettur til dóttur sinnar síðan hún var lítil og laumað þeim í hádegisverðarboxið hennar. Hann ætlar að halda þessu áfram eftir dauðdaga sinn og ætlar að skrifa rúmlega átta hundruð orðsendingar sem ættu að duga þangað til Emma útskrifast úr miðskóla.

Garth skrifar Emmu spakmæli frá fólki á borð við Eleanor Roosevelt, Gandhi, Nelson Mandela og Yoda. Þá skrifar hann einnig hjartnæm spakmæli eftir sjálfan sig á sumar servíettanna.

Hægt er að fylgjast með þessu uppátæki Garths á vefsíðunni Because I Said I Would, á Facebook, Twitter og vefsíðunni Napkin Notes Dad.

Hér er ein orðsendingin eftir meistara Yoda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.