Lífið

Söng Jolene fyrir meint gamalmenni

Ugla Egilsdóttir skrifar
Miley Cyrus er dóttir Billy Ray-Cyrus.
Miley Cyrus er dóttir Billy Ray-Cyrus. AFP/NordicPhotos
Miley Cyrus tróð upp í fyrirpartýi hjá Clive Davis fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Fyrst tók hún lagið Get it right, við lítinn fögnuð áheyrenda. „Ég vona að ykkur líði betur en útlit ykkar gefur til kynna,“ sagði hún þá við áhorfendur. Svo söng hún lagið Jolene, eftir Dolly Parton, og kynnti lagið með þeim orðum að það myndi eflaust höfða betur til þessa áheyrendahóps. Samkvæmt Fox News átti hún við að henni þættu áhorfendurnir gamlir.

Dolly Parton er guðmóðir Miley. Á meðal gesta í fyrirpartýinu voru Taylor Swift, Rihanna, Stevie Wonder, Joni Mitchell og Jane Fonda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.