Lífið

Móðir Christians Bale hefur ekki heyrt í honum í sex ár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bale verður fertugur þann 30. janúar.
Bale verður fertugur þann 30. janúar. vísir/getty
Móðir breska leikarans Christians Bale biðlar til sonarins að hafa samband eftir að hafa ekki heyrt í honum í sex ár.

„Ég vil fá hann til baka,“ segir hún í samtali við Daily Mirror, en upp úr sauð milli mæðginanna á hóteli í Lundúnum fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar The Dark Knight árið 2008.

Lögregla var kölluð til og handtók leikarann vegna gruns um líkamsárás en honum var sleppt án ákæru. Síðan þá hefur hann ekki talað við móður sína og ekki svarað tölvupóstum heldur.

„Þetta er svo sorglegt, bæði fyrir mig og hann. Amma hans er níræð og hún vill ólm vera í sambandi við hann og svo verður hann sjálfur fertugur á næstunni,“ segir hún, og bætir því við að hún vonist til að hann lesi viðtalið og verði í sambandi.

Þrátt fyrir að hafa ekki hitt son sinn í öll þessi ár segist hún horfa á myndirnar hans reglulega. „Ég á þær allar, hverja eina og einustu sem hann hefur leikið í.“

Hún segist elska son sinn og þrá ekkert meira en að hlutirnir verði aftur eins og þeir voru áður. „Ég veit að fólk í kringum hann lætur hann vita af því sem birtist um hann í blöðum. Ég er ennþá með sama símanúmer.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.