Lífið

Mega ekki gifta sig í Versölum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West ætluðu að gifta sig í Versölum í Frakklandi síðar á árinu en sú verður ekki raunin. Parinu hefur verið meinað að gifta sig í höllinni þar sem þau þykja ekki „nógu fáguð.“

„Kim og Kanye langaði mjög til að gifta sig í Versölum og vonuðust til að fá það í gegn hjá stjórnendum hallarinnar. En það mistókst. Þau fengu þvert nei,“ segir heimildarmaður tímaritsins Daily Star.

Parið ku vera að leita sér að öðrum stað fyrir brúðkaup sitt í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.