Lífið

Knúsaði kærustuna í beinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Marc Anthony, 45 ára, og kærasta hans Chloe Green, 22 ára, létu vel að hvort öðru á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt.

Parið gekk hönd í hönd eftir rauða dreglinum fyrir utan Staples Center og voru mjög innileg í áhorfendaskaranum þegar inn var komið.

Marc var áður kvæntur söngkonunni Jennifer Lopez en þau skildu í júlí árið 2011. Þau eiga saman tvíburana Max og Emme sem eru fimm ára.

Marc opinberaði samband sitt með Chloe, sem er erfingi Topshop-veldisins, snemma á síðasta ári þegar þau fóru með tvíburana í Disneyland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.