Sport

Silfurstelpurnar valdar í landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margrét og Sara við keppni um helgina.
Margrét og Sara við keppni um helgina. Mynd/Badmintonsamband Íslands
Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambands Íslands tilkynnti A-landslið Íslands í badminton í dag. Liðið mun keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða í Basel í Sviss sem fram fer dagana 11. - 16. febrúar næstkomandi.

Meðal þeirra sem skipa kvennalandslið Íslands eru þær Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttirsem unnu til silfurverðlauna á Reykjavíkurleikunum um helgina.

Karlalandsliðið skipa:

Atli Jóhannesson TBR

Daníel Thomsen TBR

Kári Gunnarsson TBR

Jónas Baldursson TBR

Róbert Þór Henn TBR

Kvennalandsliðið skipa:

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Rakel Jóhannesdóttir TBR

Sara Högnadóttir TBR

Snjólaug Jóhannsdóttir TBR

Tinna Helgadóttir TBR

Í karlalandsliðskeppninni taka 26 þjóðir þátt. Dregið var í sex riðla þar sem ein þjóð fékk röðun í hvern riðil. Íslenska karlalandsliðið lenti í þriðja riðli með Englandi, sem er raðað númer þrjú, Skotlandi og Belgíu. Ísland hefur att kappi við England fjórum sinnum og alltaf tapað 0-5, við Skotland átta sinnum, tapað sjö sinnum og unnið einu sinni og fimmtán sinnum við Belgíu, unnið níu sinnum og tapað sex sinnum.

Í kvennalandsliðskeppninni tekur 21 þjóð þátt. Dregið var í fimm riðla þar sem ein þjóð fékk röðun í hvern riðil. Íslenska kvennalandsliðið dróst í annan riðil ásamt Þýskalandi, sem er raðað númer tvö og er núverandi Evrópumeistari, Spáni og Lettlandi. Ísland hefur mætt Þýsklandi fimm sinnum og alltaf tapað 0-5, Spáni sex sinnum, unnið fjórum sinnum og tapað tvisvar og Lettlandi einu sinni og unnið 5-0.

Hér má sjá niðurröðun í Evrópukeppni karlalandsliða:

Hér má sjá niðurröðun í Evrópukeppni kvennalandsliða:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×