Lífið

Zlatan grjótharður í nýrri Volvo-auglýsingu

Jóhannes Stefánsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic leikur í nýrri auglýsingu fyrir Volvo, þar sem hann sést meðal annars hlaupa uppi elg, synda í ísilögðu vatni og raula sænska þjóðsönginn. Þá sést þar sem hann kúrir hjá konunni sinni, og hleypur á snævilagðri jörðu í Svíþjóð.

Zlatan, sem er fyrirliði sænska knattspyrnulandsliðsins, höfðar til þjóðerniskenndar Svía í auglýsingunni. „Ég vil lifa, ég vil deyja í Svíþjóð," segir hann í auglýsingunni fyrir sænska bílaframleiðandann, en um er að ræða breytta línu úr sænska þjóðsöngnum. Sænski framleiðandinn Max Martin sá um framleiðslu auglýsingarinnar fyrir Volvo.

Í viðtali við sænska tímaritið DI Weekend segir Zlatan vegna auglýsingarinnar: „Þegar kemur að þjóðsöngnum þá hefur hann aldrei höfðað til mín. Gamli þjóðsöngurinn er leiðinlegur. Þessi nýi hittir beint í mark. Ég vona að þessi verði sá nýi, þegar þar að kemur. Og hver getur gert það ef ekki Max Martin og Zlatan Ibrahimovic?"

„Þetta er virðingarvottur til Svíþjóðar - í samstarfi við Volvo," segir Zlatan. Í lok auglýsingarinnar sést aftan á Volvo bifreið af gerð XC70 þar sem stendur „Framleitt af Svíþjóð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.