Sport

Hrafnhild og Hafdís bættu hvor met hinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnhild (önnur frá vinstri) ásamt liðsfélögum sínum Björgu Gunnarsdóttur, Dórótheu Jóhannesdóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur sem hafnaði í öðru sæti í 200 metra hlaupinu og því þriðja í 60 metra hlaupinu.
Hrafnhild (önnur frá vinstri) ásamt liðsfélögum sínum Björgu Gunnarsdóttur, Dórótheu Jóhannesdóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur sem hafnaði í öðru sæti í 200 metra hlaupinu og því þriðja í 60 metra hlaupinu. Mynd/Myndasafn ÍR
Norðlendingarnir Hafdís Sigurðardóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson og ÍR-ingurinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir settu öll mótsmet á 18. Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina.

Hafdís kom fyrst í mark í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,64 sekúndum. Hrafnhild Eir var handhafi mótsmetsins en hún hljóp á 7,69 sekúndum á mótinu árið 2012.

Þá stökk Hafdís 6,15 metra í langstökki sem er jöfnun á mótsmeti hennar frá árinu 2012.

Hrafnhild kom svo fyrst í mark í 200 metra hlaupinu á tímanum 24,61 sekúndu. Bætti hún met Hafdísar frá því í fyrra um 17/100 úr sekúndu.

Kolbeinn Höður setti svo mótsmet í 200 metra hlaupi karla þegar hann kom í mark á 21,79 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarson átti metið frá því í fyrra er hann hljóp á 21,86 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×